Mótmæla ákvörðun Eyglóar

Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra. Eygló Harðardóttir

„Stjórn  NPA-miðstöðvarinnar mótmælir ákvörðun félagsmálaráðherra harðlega,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn-NPA miðstöðvarinnar á Íslandi, en Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, tók nýlega þá ákvörðun að skipa nýjan nefndarformann og mun Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartar framtíðar, því ekki gegna hlutverkinu lengur. 

Stjórn NPA-miðstöðvarinnar fer fram á að félagsmálaráðherra svari fyrir þessar breytingar, þar sem rökstuðningur liggur ekki fyrir, og endurskoði ákvörðunina jafnframt tafarlaust.

Alvarlegt að skipta um formann á svo viðkvæmu stigi

Í tilkynningunni kemur fram að Guðmundur hafi haft frumkvæði að því að leggja fram þingsályktunartillögu um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar í samstarfi við fulltrúa allra þingflokka og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

„Samráð formanns  við  fatlað  fólk og einlægur áhugi á NPA hefur verið sérstaklega eftirtektarvert  að  mati  stjórnar NPA-miðstöðvarinnar og verið verkefninu til  fyrirmyndar.  Vinnan  hefur  gengið vel og árangurinn er augljós en um fimmtíu  NPA-samningar hafa verið gerðir víða um land og hafa umturnað lífi fjölda fatlaðs fólks sem nú býr við aukið frelsi og sjálfstæði.“

Í  ljósi  þess  að  um er að ræða afmarkað þriggja ára tilraunaverkefni sem lögum  samkvæmt  skal  leiða  til  lögfestingar NPA telur stjórnin alvarlegt að skipta um formann  á  svo  viðkvæmu  stigi.  Einungis  ár  er  eftir  af tilraunaverkefninu  og  telja þau nauðsynlegt að verkefnisstjórnin haldist óbreytt  svo varðveita megi þá sérþekkingu og reynslu sem skapast hefur.

Guðmundur Steingrímssonm þingmaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímssonm þingmaður Bjartrar framtíðar. Photographer: Hordur Sveinsson
Embla Ágústsdóttir, formaður NPA miðstöðvarinnar.
Embla Ágústsdóttir, formaður NPA miðstöðvarinnar. mynd/Hilmar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert