Stefnir ekki í neitt stórflóð

Talsvert hefur hækkað í Ölfusá, en þó ekkert óvenjulega mikið.
Talsvert hefur hækkað í Ölfusá, en þó ekkert óvenjulega mikið. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það stefnir ekki í neitt stórflóð. Það er bara að koma venjulegt haustvatn í margar árnar,“ segir Njáll Fannar Reynisson, svæðisstjóri vatnamælinga á Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan varaði í gær við mikilli rigningu á Vestur-, Suðvestur-, Suður- og Suðausturlandi. Njáll segir að talsvert mikið sé búið að rigna og vaxið hafi í ám en hvergi stefni í vandræði af þeim sökum. Áfram sé þó fylgst vel með vatnavöxtum.

Veðurstofan varar áfram við illviðri á Norðurlandi. Spáð er vaxandi norðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn. Vindhraði verður 18-23 m/s síðdegis, fyrst verstan til. Víða verður rigning, en snjókoma ofan 150-300 metra hæðar yfir sjó N- og V-lands seinnipartinn. Mikil úrkoma verður víða á NV-landi og Tröllaskaga í kvöld og nótt. Spáð er vestan 23-28 m/sek. á annesjum norðan til í nótt.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert