Ekki berjaár á Suður- og Vesturlandi

Lítil berjaspretta, jafnt aðalbláberja og krækiberja, er á Suðurlandi og Vesturlandi en aðra sögu er að segja af Norður- og Austurlandi.

„Það er varla neitt af berjum á Þingvöllum þar sem alltaf hefur verið mikið af berjum. Það er ekki berjaár á Suður- og Vesturlandi,“ segir Þorvaldur Tryggvason berjavinur sem heldur úti vefsíðunni: berjavinir.com.

Ástæðan er kalt vor og sumar, auk mikillar vætutíðar. Hann segir þó ekki alla von úti enn og berin sem þó finnast á lynginu, gætu haldið áfram að spretta ef haustið verður gott.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert