Miðbæjarstemning í Hamraborg

Hamraborgarhátíðin var haldin í Kópavogi í dag, en Hamraborginni var breytt í göngugötu þar sem Kópavogsbúar og aðrir gestir geta gert sér glaðan dag.

 Þar var meðal annars hægt að gera góð kaup á markaðnum „Beint úr skottinu“ og verslanir og önnur fyrirtæki verða með tilboð á vörum sínum og þjónustu.

Ljósmyndari mbl.is tók meðfylgjandi myndir á hátíðinni í dag.

Björn Thoroddsen gítarleikari og Rannveig Ásgeirsdóttir bæjarfulltrúi tóku forskot á Jazzhátíð Kópavogs og spiluðu og sungu fyrir gesti og gangandi og formaður Regnbogabarna og leikarinn, Stefán Karl Stefánsson, seldi kandíflos, prjónavörur og fleira til stuðnings góðu málefni. 

Bæjaryfirvöld segja markmið hátíðarinnar að skapa miðbæjarstemmningu í Hamraborginni og lífga upp á þennan gamla miðbæ Kópavogs. Hátíðin var að mestu skipulögð af sjálfboðaliðum og fyrirtækjunum í Hamraborginni með stuðningi Kópvogsbæjar.

Í dag var einnig opnuð í Gerðarsafni sýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur Hraunfjörð sem lést um aldur fram fyrir rúmum tveimur áratugum. Sýningin stendur yfir til 13. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert