Telur að ESB muni hrynja

Marta Andreasen, Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn
Marta Andreasen, Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn mbl.is/Rósa Braga

„Ég tel að Evr­ópu­sam­bandið muni hrynja, eins og það er í dag, af ýms­um ástæðum. Því hef­ur mistek­ist að finna lausn á skulda­vand­an­um og það virðist ekki sem menn þar hafi skýra hug­mynd um hvernig eigi að leysa hann, “ seg­ir Marta Andrea­sen, Evr­ópuþingmaður fyr­ir breska Íhalds­flokk­inn.

Hún flutti í gær í er­indi í Há­skóla Íslands sem nefnd­ist: „Hvert stefn­ir Evr­ópa?“ en Marta kom hingað til lands á veg­um Íslensks þjóðráðs, Heims­sýn­ar, Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar, Nei við ESB, Ísa­fold­ar og Rann­sókn­ar­stofn­un­ar um ný­sköp­un og hag­vöxt.

Árið 2001 hóf Marta störf fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins en hún var þá ráðin sem aðal­end­ur­skoðandi fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, en var lát­in fara eft­ir að hún vildi ekki skrifa und­ir reikn­inga sam­bands­ins.

Ekki nógu hliðholl sam­band­inu

Marta seg­ir að hún hafi talið að Evr­ópu­sam­bandið væri allt ann­ars eðlis þegar hún hóf þar störf.

„En þegar ég var búin að vera þar í fjór­ar til fimm vik­ur var mér ljóst að lág­marks­stjórn­un á út­gjöld­um sam­bands­ins var ekki til staðar,“ seg­ir Marta og nefn­ir að út­gjöld Evr­ópu­sam­bands­ins séu í dag um 140 millj­ón­ir evra. „Það sem ég hafði þó meiri áhyggj­ur af var að pen­ing­ar voru látn­ir renna í verk­efni án þess að fylgst væri með því að þeir færu í það sem þeir áttu að gera,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún hafi viljað koma fram ýms­um breyt­ing­um, sem hefði verið auðvelt að hrinda í fram­kvæmd. „En hug­mynd­um mín­um var stöðugt hafnað.“

Á sama tíma seg­ir hún að hún hafi verið beitt þrýst­ingi til þess að skrifa upp á reikn­inga sem hún gat ekki með góðri trú sagt vera rétta. Á end­an­um var henni til­kynnt um ári síðar að fram­kvæmda­stjórn­in hygðist færa hana til í starfi, þangað sem hún myndi ekki bera neina ábyrgð.

„Ég vildi ekki láta færa mig til, þannig að þeir ákváðu að láta mig fara, að grunni til vegna þess að ég var ekki nógu hliðholl fram­kvæmda­stjórn­inni,“ seg­ir Marta. „Ég leit hins veg­ar svo á að holl­usta mín ætti heima hjá skatt­greiðend­un­um sem borguðu laun­in mín. Ég varð því að tryggja það að pen­ing­um þeirra væri vel varið.“

Ísland ætti ekki að ganga í ESB

Marta seg­ir að hún hafi getað kynnt sér vel aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Hún seg­ir að það hafi verið for­vitni­legt að sjá að bresk­ir fjöl­miðlar hefðu lýst því þegar hlé var gert á aðild­ar­ferl­inu þannig að ljóst væri að um­sókn­in væri nú á enda runn­in og að nú­ver­andi rík­is­stjórn hefði eng­an hug á því að halda áfram. Á sama tíma hefðu fjöl­miðlar í Brus­sel reynt að láta sem enn væri von um að Ísland gengi inn. En á Ísland sér framtíð inn­an sam­bands­ins? „Ísland fær með EES alla kosti ESB og get­ur leitt hjá sér gall­ana. Ég sé því ekki að Ísland eigi sér framtíð inn­an ESB og ég myndi að auki gefa ykk­ur það ráð að ganga aldrei inn í sam­bandið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert