Starfsmenn hverfastöðvar Reykjavíkurborgar þrifu í dag fyrir mistök málningu af Hofsvallagötu í Vesturbænum. Þegar það uppgötvaðist voru þeir stöðvaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg áttu mennirnir að hreinsa gróður af gangstéttum og götum en misskildu verkefni sitt.
Þá fékkst uppgefið hjá borginni að ekkert hefði breyst í málefnum Hofsvallagötu síðan á íbúafundinum fyrir helgi. Þar var skipaður þriggja manna samráðshópur íbúa sem mun fara yfir hugsanlega breytingar á Hofsvallagötu og leggja fram tillögur þar að lútandi.
Frétt mbl.is: Reykjavík er bílaborg
Frétt mbl.is: Hitafundur um Hofsvallagötuna