Framsóknarflokkurinn tapar fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Tæplega helmingur kjósenda styður ríkisstjórnina.
Samkvæmt könnuninni hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað um 13 prósentustig frá kosningum í vor.
Fylgi Framsóknarflokksins hefur minnkað um átta prósentustig, er það mælist núna 16%. 28% styðja Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði í dag, einu prósentustigi meira en í kosningunum.
Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist nú með 17% fylgi. Tæplega 15% styðja VG, Björt framtíð er með tæplega 9% fylgi og Píratar með tæplega 8%.