Tekið verði á „hegðunarvanda“ Íslendinga

Peterhead-höfn í Skotlandi.
Peterhead-höfn í Skotlandi. Wikipedia

Stærsta fiskveiðihöfn Bretlands, skoska höfnin í Peterhead, hefur lýst yfir stuðningi sínum við refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum vegna síldveiða auk makrílveiða þeirra og mögulegum aðgerðum gegn Íslendingum vegna makrílveiða.

Haft er eftir John Wallace, framkvæmdastjóra hafnarstjórnar Peterhead-hafnar, á fréttavefnum Fishnewseu.com að uppsjávarstofnar og makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi væru í góðu ásigkomulagi vegna aðgerða Evrópusambandsins og Norðmanna undanfarin ár til þess að tryggja sjálfbærni þeirra. Það hafi kostað fórnir en væri nú stofnað í hættu.

Wallace bendir á að það hafi tekið langan tíma að grípa til slíkra refsiaðgerða og að þær séu vel ígrundaðar. Þegar allt kæmi til alls snerist málið um „hegðunarvandamál“ af hálfu Íslendinga og Færeyinga og að Evrópusambandið yrði að gera allt sem í valdi þess stæði til þess að taka með viðeigandi hætti á framgöngu Íslands og Færeyja áður en hægt yrði að koma aftur á eðlilegum samskiptum og þjónustuviðskiptum.

Frétt Fishnewseu.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert