Vaxandi óþreyja vegna skorts á samráði

Samningar tugþúsunda launafólks á almennum markaði renna út í nóvember.
Samningar tugþúsunda launafólks á almennum markaði renna út í nóvember. mbl.is/Árni Sæberg

Farið er að bera á ókyrrð innan launþegahreyfingarinnar vegna óvissunnar sem fer vaxandi í aðdraganda kjarasamninga um stöðuna í efnahagsmálum.

Þó stjórnvöld hafi boðað samráð við samtök vinnumarkaðarins segja viðmælendur í verkalýðsfélögum og á vettvangi ASÍ að það hafi í raun ekki verið neitt enn sem komið er, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Viðsemjendum á vinnumarkaði er mikill vandi á höndum, og segjast þeir búa við mikla óvissu um hver stefnan verður í efnahagsmálum á komandi mánuðum. Aðgerðir í húsnæðismálum muni verða ofarlega á baugi í tengslum við kjarasamningana en nefnt er sem dæmi um lítið samráð að launþegahreyfingin á engan fulltrúa í nefnd sem ráðherra húsnæðismála skipaði um framtíð húsnæðiskerfisins. Þeir eiga hins vegar fulltrúa í 50 manna bakhópum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert