Boðað til mótmæla síðdegis

AFP

Samtökin ´78 boða til mótmæla í dag klukkan 17 við sendiráð Rússlands. Tilefnið er ofsóknir í garð hinsegin fólks í Rússlandi og ofbeldi gegn hinsegin fólki sem rússnesk stjórnvöld stuðla að með löggjöf gegn samkynhneigð.

Alþjóðamannréttindasamtökin All Out boða til alþjóðlegrar mótmælabylgju í dag 3. september til að setja þrýsting á leiðtoga um að krefjast þess að Vladimír Pútín, forseti Rússlands láti afnema löggjöf gegn samkynhneigð og stöðvi ofsóknir gegn hinsegin fólki í Rússlandi. Leiðtogarnir munu hitta Pútín á fundi G20 í St. Pétursborg, segir í tilkynningu frá Samtökunum 78.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka