Boðað til mótmæla síðdegis

AFP

Sam­tök­in ´78 boða til mót­mæla í dag klukk­an 17 við sendi­ráð Rúss­lands. Til­efnið er of­sókn­ir í garð hinseg­in fólks í Rússlandi og of­beldi gegn hinseg­in fólki sem rúss­nesk stjórn­völd stuðla að með lög­gjöf gegn sam­kyn­hneigð.

Alþjóðamann­rétt­inda­sam­tök­in All Out boða til alþjóðlegr­ar mót­mæla­bylgju í dag 3. sept­em­ber til að setja þrýst­ing á leiðtoga um að krefjast þess að Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands láti af­nema lög­gjöf gegn sam­kyn­hneigð og stöðvi of­sókn­ir gegn hinseg­in fólki í Rússlandi. Leiðtog­arn­ir munu hitta Pútín á fundi G20 í St. Pét­urs­borg, seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­un­um 78.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert