Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var ein þeirra sem tóku þátt í mótmælum við rússneska sendiráðið í dag, en Samtökin '78 kröfðust þess að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, láti afnema löggjöf gegn samkynhneigð og stöðvi ofsóknir gegn hinsegin fólki í Rússlandi.
Í næstu viku munu valdamiklir leiðtogar ríkja heims hitta Pútín, forseta Rússlands, á fundi G20 ríkja í St. Pétursborg. Að því tilefni boðuðu alþjóðamannréttindasamtökin All Out til mótmæla víða um heim til að setja þrýsting á leiðtogana um að krefjast þess að Pútín láti afnema löggjöf gegn samkynhneigð og stöðvi ofsóknir gegn hinsegin fólki í Rússlandi.