Safnið vill Gísla heim

Brjóstmynd af Gísla, sem minjasafnið á Hnjóti í Örlygshöfn vill …
Brjóstmynd af Gísla, sem minjasafnið á Hnjóti í Örlygshöfn vill eignast, kostar 400 þúsund krónur.

Stjórn Minjasafnsins á Hnjóti í Örlygshöfn leitar nú allra leiða til að fjármagna kaup á brjóstmynd af Gísla á Uppsölum eftir myndlistarkonuna Ríkeyju Ingimundardóttur en hún er nú til sýnis á Patreksfirði.

„Bankinn hérna á svæðinu er ekki tilbúinn að færa safninu brjóstmyndina sem kostar 400 þúsund krónur sem þarf til að kaupa hana og þess vegna þurfum við að leita annarra leiða til að fjármagna kaupin,“ segir Magnús Ólafs Hansson, formaður stjórnar minjasafnsins á Hnjóti.

Magnús telur að brjóstmyndin eigi heima á safninu þar sem finna má ýmsa muni úr fórum Gísla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert