Sigmundur í óhefðbundnu viðtali

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtalinu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í viðtalinu. Skjáskot af Aljazeera.com

Forsætisráðherra tók þátt í nokkuð óhefðbundnu viðtali í þættinum The Stream á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gærkvöldi en það fór fram í gegnum samskiptaforritið Skype. Þar svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrirspurnum sem komið var á framfæri í gegnum samfélagsmiðla eins og Twitter og Reddit.

Fyrir utan forsætisráðherrann tóku fjórir aðrir Íslendingar þátt í útsendingunni í gegnum Skype og lögðu fyrirspurnin fyrir hann. Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu, Hjalti Parelius listamaður, Hilmar Pétursson forstjóri CCP og Róbert Bjarnason hjá Citizens Foundation.

Farið var yfir víðan völl í viðtalinu en einkum rætt um stöðu og þróun efnahagsmála á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Sigmundur sagði þrennt hafa bjargað því sem bjargað varð í þeim efnum; neyðarlögin sem sett voru í kjölfar hrunsins, íslensku krónuna og náttúruauðlindir þjóðarinnar. Einkum fiskimiðin.

Ráðherrann var einnig spurður um annað eins og hversu gamall hann væri og hvort hann hitti mikið af venjulegu fólki í starfi sínu. Í lok viðtalsins var Sigmundur spurður hvernig hann hefði upplifað fyrirkomulag viðtalsins. Sagðist hann ekkert hafa vitað hvað hann væri að fara út í en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, hafi skipulagt viðtalið og sagt að það yrði skemmtilegt. Það hafi gengið eftir að hans mati.

Horfa má á viðtalið í heild hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert