Tvöfaldir Norður-Evrópumeistarar

Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir.
Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir. Úr einkasafni.

Dansararnir Aníta Lóa Hauksdóttir og Pétur Fannar Gunnarsson hömpuðu um helgina tvöföldum norðurevrópumeistaratitli í samkvæmisdönsum í Danmörku. Parið keppir í flokki 14 til 15 ára og sigraði í ballroom dansi og latin dönsum.

Aníta Lóa og Pétur Fannar hafa æft saman í fjóra mánuði og telst árangur þeirra því afar góður. Þau kepptu áður saman í barnaflokki en hafa ekki dansað saman síðastliðin þrjú ár. Þau eiga að baki marga titla og eru meðal annars margfaldir Íslandsmeistarar í barnaflokki og þrefaldir Kaupmannahafnarmeistarar árin 2007, 2008 og 2009.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka