Álykta ekki um mál Jóns Baldvins

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/Ragnar Axelsson

Félag prófessora við ríkisháskóla fundaði í dag og ræddi meðal annars ráðningu Jóns Baldvins Hannibalssonar til Háskóla Íslands sem gestakennara. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins, sagði að mál Jóns Baldvins hafi ekki verið sérstakur dagskrárliður á fundinum, en það hafi hins vegar verið rætt.

„Fundurinn var auglýstur í síðustu viku og dagskráin var þétt skipuð öðrum málum,“ segir Rúnar. „Við ræddum þetta mál samt á fundinum og munum áfram fylgjast með framvindu þess, en munum ekki álykta um það að svo komnu.“

Um fyrirsjáanlega framvindu málsins vísar Rúnar til fregna af því að Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, hyggist hitta Jón Baldvin flótlega til að fara yfir málið með honum. „Síðan reikna ég með að bæði félagsvísindasvið og stjórnmálafræðideild haldi áfram að fjalla um málið. Þetta er auðvitað fyrst og fremst viðfangsefni stjórnmálafræðideildar.“

Tvenn sjónarmið vegast á

Hann segir að tvö sjónarmið hafi komið fram í málinu, annars vegar það að gera eigi siðferðislega kröfu til kennara sem fyrirmyndar í háskóla sem og á öðrum skólastigum, til að trúnaður og traust ríki milli nemenda og kennara, eða hins vegar að verið sé að blanda saman ólíkum málum, og að ráðning kennara eigi að ráðast eingöngu af faglegum sjónarmiðum.

Rúnar segir fyrst og fremst horft til faglegra og akademískra sjónarmiða við fastráðningu kennara samkvæmt ráðningarreglum skólans. „Sumir vilja meina að það eigi að gilda um alla aðra kennara.“

Rektor baðst afsökunar á verklagsreglum

Háskólinn „huglaus smáborgari“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert