Möguleikar til hagræðingar

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason mbl.is/Ómar

„Staðreyndin er sú að ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla. Það er mjög mikilvægt að við förum yfir allan ríkisreksturinn og leitum leiða til þess að sinna nauðsynlegri þjónustu með lægri tilkostnaði.“

Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar, sem vinnur að tillögum um hagræðingu í ríkisrekstrinum. Hópurinn starfar á vegum ráðherranefndar um ríkisfjármál og fundaði sl. mánudag með henni, þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins og framhaldið skipulagt að sögn Ásmundar.

Hann segir hins vegar ekki tímabært að segja til um það hversu stór hluti tillagna hópsins verður innleiddur í fjárlagafrumvarp næsta árs, þegar það verður lagt fram á Alþingi 1. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert