Stórtækir fíkniefnasalar stöðvaðir

Kannabis
Kannabis AFP

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði um­fangs­mikla kanna­bis­rækt­un í húsi í vest­ur­borg­inni fyr­ir skemmstu en á staðnum fund­ust 460 kanna­bis­plönt­ur og 12 kíló af kanna­bis­efn­um sem verið var að und­ir­búa til sölu.

Málið kom upp eft­ir að lög­reglu­menn voru kallaðir að vegna ótengds máls en ár­vekni lög­reglu­mann­anna varð til að málið komst upp. Í kjöl­farið voru fimm hand­tekn­ir og telst málið upp­lýst.

Í öðru máli bár­ust lög­reglu upp­lýs­ing­ar um að fíkni­efna­sala færi fram í íbúð í aust­ur­borg­inni en eft­ir að hafa fylgst með íbúðinni var hús­leit fram­kvæmd í kjöl­farið. Þrír voru hand­tekn­ir vegna máls­ins en í íbúðinni fannst tölu­vert magn kanna­bis­efnia. Málið er enn til rann­sókn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert