Breytingar á Hofsvallagötu dýrar

Íbúar við Hofsvallagötu voru ekki á eitt sáttir við framkvæmdir …
Íbúar við Hofsvallagötu voru ekki á eitt sáttir við framkvæmdir borgarinnar á götunni og var litadýrðin, fánaborgir og fuglahús gagnrýnd. mbl.is/Rósa Braga

Upphaflegur kostnaður vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hofsvallagötu nam alls 17,7 milljónum króna.

Þar af nam heildarkostnaður vegna uppsetningar á flöggum og fuglahúsum 3,5 milljónum króna og kostnaður vegna gróðurkassa kostar borgarbúa rúma 2,7 milljónir króna.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir tölurnar ekki sýna rétta mynd af kostnaðarliðum. „Hvert fuglahús kostar t.d. 15.000 krónur, málunin á þau kostar 1.200 krónur og númerin á þau 1.000 krónur þannig að þau kosta hvert og eitt alls 17.200 krónur. Þetta er heildarkostnaður upp á rúmar 155 þúsund krónur fyrir fuglahúsin,“ segir Bjarni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka