Sunna ráðin aðstoðarmaður Gunnars

Sunna Gunnars Marteinsdóttir.
Sunna Gunnars Marteinsdóttir.

Sunna Gunnars Marteinsdóttir hefur verið ráðin annar aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sbr. lög um Stjórnarráð Íslands.

Sunna er 29 ára og hefur BA gráðu í almannatengslum frá University of Westminster, auk þess sem hún stundaði nám í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað sem skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins frá 2010 og var aðstoðarmaður kosningastjóra flokksins 2009, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Sunna hefur tekið þátt í margvíslegum félagsstörfum, meðal annars í stjórn félags Íslendinga í London. Hún er í sambúð með Sigurbirni Magnúsi Gunnlaugssyni og eiga þau eina dóttur, Guðrúnu Margréti. Sunna hefur störf í ráðuneytinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert