Sviðin jörð svikara

Frá tívolíinu.
Frá tívolíinu. mbl.is

Karl­maður á sex­tugs­aldri sem ákærður hef­ur verið fyr­ir um­fangs­mik­il fjár­svik er eng­inn nýgræðing­ur í þeim efn­um. Hann hef­ur áður hlotið dóm fyr­ir slík brot.

Nýj­asta mál manns­ins, Sig­urðar Kára­son­ar, er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja­vík­ur þessa dag­ana. Hann er sakaður um að svíkja á annað hundrað millj­ón­ir króna af sex­tán mann­eskj­um. Meðal fórn­ar­lamba Sig­urðar er Örn Bárður Jóns­son prest­ur sem greiddi hon­um tæp­ar tíu millj­ón­ir sem nota átti í gjald­eyrisviðskipti.

Sig­urður hef­ur lengi verið á milli tann­anna á fólki. Hann byrjaði með leik­tækja­sal í Ein­holti í Reykja­vík snemma á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar en færði sig þaðan yfir í tív­olírekst­ur og svo einnig hót­el­rekst­ur.

Fræg­ur var dóm­ur sem Sig­urður hlaut fyr­ir að svíkja fé út úr ekkju með elli­glöp, um þrjá­tíu millj­ón­ir króna. Þau svik stóðu yfir í tvö ár.

Einna helst fjöl­miðla fjallaði DV ít­ar­lega um viðskipti Sig­urðar Kára­son­ar á ár­inu 1997. Í einni grein blaðsins sagði frá því að Sig­urður réð sig til viðhalds­vinnu fyr­ir hjón­in Aron Guðbrands­son, sem oft­ast var kennd­ur við Kaup­höll­ina, og Ásrúnu Ein­ars­dótt­ur.

Eft­ir það hafi hann verið mikið á heim­ili þeirra og ekki síst eft­ir að Aron lést. Meðal ann­ars nefndi Sig­urður son sinn í höfuðið á Aroni. „Í fram­hald­inu tók Sig­urður að vera mjög áber­andi í viðskipta­líf­inu. Heim­ilda­menn DV, sem kunn­ug­ir voru þeim Aroni og Ásrúnu, full­yrða að milli­færsl­urn­ar séu aðeins loka­sprett­ur­inn á langri sögu, sögu sem fyrr eða síðar muni verða sögð og segi frá milli 80 og 100 millj­óna fjár­streymi út úr dán­ar­búi Arons Guðbrands­son­ar í alls kon­ar viðskipti sem fæst­um sér nokk­urn stað leng­ur,“ sagði í frétt DV.

Tív­olíæv­in­týrið í Hvera­gerði er Sig­urðar. Það er saga átaka og deilna en tív­olíið glímdi nær ávallt við rekstr­ar­vanda. Einn þeirra sem lagði tív­olí­inu fé greindi frá því í sam­tali við DV að hann hefði verið blekkt­ur. Hann hafi fengið að sjá gögn sem sýndu allt aðra og betri stöðu en hún var í raun og veru.

Tív­olíið varð á end­an­um gjaldþrota og rekst­ur­inn lagðist af. Hót­el Borg, sem hann keypti einnig, var boðin upp á nauðung­ar­upp­boði og er það ekki það fyrsta þar sem Sig­urður Kára­son kom við sögu.

Í sept­em­ber 1989 var Sig­urður dæmd­ur í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir fjár­svik og fyr­ir að hafa haldið eft­ir vörslu­fé af laun­um starfs­manna tív­olís­ins og Hót­el Borg­ar.

Sig­urður var svo í maí 1999 dæmd­ur í 20 mánaða fang­elsi fyr­ir misneyt­ingu en hann fékk Ásrúnu, ekkju Arons, til að taka mikið fé út af reikn­ingi sín­um og ráðstafa til sín. Sagði að brot­in væru stór­felld og fælu í sér trúnaðar­brot gegn gam­alli konu sem treysti vináttu hans.

Eins og kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í gær­kvöldi var Sig­urður náðaður á sín­um tíma. Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra dóms­mála, ger­ir náðun­ina að um­tals­efni á vefsvæði sínu. „Sá sem fellst á náðun­ar­beiðnina er náðun­ar­nefnd. Hún kemst að hinni efn­is­legu niður­stöðu. Hafi svika­hrapp­ur­inn verið náðaður á sín­um tíma eins og frétta­stof­an full­yrðir gef­ur það ekki rétta mynd af mál­inu að bendla náðun­ina við for­seta Íslands, hann er ábyrgðarlaus af stjórn­ar­at­höfn­um, þar á meðal náðunum.“

Fyr­ir­taka var í máli Sig­urður í Héraðsdóm Reykja­vík­ur í morg­un en niðurstaða ætti að fást í málið á næstu vik­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert