Varað við sjósundi í Nauthólsvík og í nágrenni

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/Eggert

Vegna rekstrarstöðvunar á skólpdælustöð við Skeljanes  frá kl. 9-14 í dag ráðleggur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sjósundsfólki að synda ekki í nágrenni dælustöðvarinnar og í Nauthólsvík/Fossvogi í dag og ekki heldur á morgun. 

Ástæðan er möguleg saurgerlamengun í sjó yfir viðmiðunarmörkum meðan á viðgerð stendur og fyrst á eftir, að því er segir í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert