579 milljarðar endurheimst

mbl.is/Ómar

Trygg­inga­sjóður inni­stæðueig­enda í Bretlandi (FSCS), sem bæt­ir bresk­um spari­fjár­eig­end­um tapið sem þeir urðu fyr­ir þegar ís­lensku bank­arn­ir féllu, hef­ur end­ur­heimt 3.053 millj­ón­ir punda á móti út­greiðslum úr sjóðnum vegna inni­stæðna í ís­lensku bönk­un­um sem töpuðust.

Þessi fjár­hæð sam­svar­ar 579 millj­örðum króna á nú­ver­andi gengi. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu FSCS og miðast við stöðuna í lok mars sl. Kostnaður sjóðsins vegna ís­lensku bank­anna þriggja nem­ur 4.488 millj­ón­um punda eða 851 millj­arði ís­lenskra króna.

Í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að um er að ræða greiðslur til viðskipta­vina Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans í Bretlandi, Her­ita­ble Bank, sem var í eigu gamla Lands­bank­ans, og Sin­ger & Friedland­er, sem var í eigu gamla Kaupþings.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert