Natan Kolbeinsson var kosinn formaður Hallveigar – Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og tekur hann aftur við embættinu en hann gegndi því 2011-2012.
Aðrir í stjórn eru Viktor Stefánsson, Guðrún Lilja Kvaran, Sindri Snær Einarsson, Guðni Rúnar Jónasson, Björg María Oddsdóttir og Halla Gunnarsdóttir.
Í ræðu sinni á fundinum talaði Natan um mikilvægi þess að Samfylkingin fari ekki í sameiginlegt framboð hér í Reykjavík heldur bjóði upp á sterkan lista fólks þar sem ungt fólk er sýnilegt.
Taldi hann að húsnæðismál og skipulagsmál myndu taka fyrsta sætið í komandi kosningum og þar gæti Samfylkingin myndað sér mikla sérstöðu sem lausnamiðaður flokkur.
Natan sagðist hafa fulla trú á meirihlutanum sem nú er og að rödd Samfylkingarinnar væri sterk innan hans, samkvæmt tilkynningu.