Ríkið fái skipulagsvaldið

Höskuldur Þórhallsson í ræðustóli Alþingis.
Höskuldur Þórhallsson í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Heiðar

„Ég hef látið hefja vinnu við gerð frumvarps sem felur í sér að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli, eða því svæði sem hann nær yfir, sé hjá Alþingi,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Í Morgunblaðinu í dag segist hann þeirrar skoðunar að það sama eigi að gilda um Reykjavíkurflugvöll og gildir um Keflavíkurflugvöll. Þar er skipulagsvaldið hjá ríkinu.

Spurður hvaða stuðning hann reikni með að frumvarpið fái í þinginu segir Höskuldur að það verði að koma í ljós. „Ég ætla að kynna þetta í þingflokknum og svo hyggst ég leggja frumvarpið fram í september. Vonandi fær það málefnalega umfjöllun,“ segir Höskuldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert