„Staða geðlækninga er verulega slæm“

Þeir sem bíða eftir að komast í greiningu á ADHD …
Þeir sem bíða eftir að komast í greiningu á ADHD hjá geðlækni eru margir. Myndin er sviðsett. mbl.is/Kristinn

Nánast ógerlegt er fyrir fullorðna að komast að hjá geðlæknum hér á landi að sögn Ellenar Calmon, framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna. „Það eru margir geðlæknar hættir að taka við nýjum sjúklingum.

Þá getur verið tæplega árs bið í fyrsta viðtal hjá geðlækni og síðan getur verið hálfs árs bið til viðbótar í einhvers konar greiningu. Staða geðlækninga á Íslandi er verulega slæm,“ segir Ellen.

Fáir geðlæknar eru starfandi á Íslandi og stéttin eldist mun hraðar en hún endurnýjast, að því er fram kemur í frétt um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka