Talsverð ölvun var á dansleikjum hjá framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þurfti lögreglan að sinna nokkrum útköllum tengdum þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var vaktin erilsöm. Talsvert var um útköll vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum.
Nokkrir framhaldsskóladansleikir í borginni og talsverð ölvun á þeim og þurfti lögregla að sinna nokkrum útköllum tengdum þeim.
Tveir ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur, þeir báðir lausir að lokinni blóðtöku.
Þá gista 13 fangageymslu lögreglunnar, fjórir sem taka þarf skýrslu af þegar af þeim rennur og 9 sem óskuðu eftir gistingu.