Grindhvalavaða í höfninni í Rifi

Tugir hvala eru í höfninni en fleiri hundruð eru í …
Tugir hvala eru í höfninni en fleiri hundruð eru í fjörunni í Rifi mbl.is/Alfons Finnsson

Hóp­ur grind­hvala kom nú síðdeg­is inn í höfn­ina í Rifi á Snæ­fellsnesi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá íbú­um á Rifi eru um 50 til 70 hval­ir í vöðunni. Ekki er al­gengt að grind­hval­ir komi inn í hafn­ir á Íslandi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá frétta­rit­ara mbl.is eru fjöl­marg­ir hval­ir dauðir í fjör­unni í bæn­um og fólk farið að skera hval­inn. Eins er fólk að reyna að koma hvöl­un­um út en það geng­ur illa enda snar­vit­laust veður á norðan­verðu Snæ­fellsnesi.

Frétta­rit­ari mbl.is Al­fons Finns­son tók þetta mynd­skeið af hvöl­un­um í Rifi í kvöld.

Að sögn Páls Stef­áns­son­ar, hafn­ar­varðar í Rifi er hann ekki á staðnum en var frétti af vöðunni frá fólki sem var á staðnum. Mjög slæmt veður er á þess­um slóðum og óvíst hvort hægt verði að reka hval­ina út á haf. Páll seg­ir að auðvelt sé fyr­ir hval­ina að kom­ast út úr höfn­inni en meiri hætta sé á að þeir komi á land í sand­fjör­unni þar skammt frá. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heima­mönn­um sem mbl.is hef­ur rætt við eru um tutt­ugu ár síðan svo marg­ir hval­ir syntu upp í fjör­una í Rifi og eng­inn sem rætt hef­ur verið við kann­ast við að hvala­vöður hafi komið inn í höfn­ina áður.

Hann seg­ir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hval­ir komi að landi á Rifi og á Snæ­fellsnesi en það sé afar sjald­gæft að þeir komi inn í höfn­ina.

Í fyrra þegar grind­hvala­vaða kom að landi á Reykja­nesi sagði Gísli Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, að ekki sé óal­gengt að grind­hval­ir sjá­ist í stór­um vöðum uppi við land. Þetta sé sú teg­und út­hafs­hvala sem lendi oft­ast í því að synda á land í stór­um hóp­um.

Frá höfninni í Rifi eins og sést eru fjölmargir hvalir …
Frá höfn­inni í Rifi eins og sést eru fjöl­marg­ir hval­ir inni í höfn­inni. mbl.is/​Al­fons Finns­son
Frá höfninni í Rifi um sexleytið í dag.
Frá höfn­inni í Rifi um sex­leytið í dag. Mynd: Ægir Þór Þórs­son
Heimamenn skera dauðan hval í fjörunni í Rifi
Heima­menn skera dauðan hval í fjör­unni í Rifi mbl.is/​Al­fons Finns­son
Grindhvalir í höfninni í Rifi
Grind­hval­ir í höfn­inni í Rifi mbl.is/​Al­fons Finns­son
Grindhvalavaðan í höfninni í Rifi
Grind­hvala­vaðan í höfn­inni í Rifi mbl.is/​Al­fons Finns­son
Grindhvalir í höfninni í Rifi
Grind­hval­ir í höfn­inni í Rifi mbl.is/​Al­fons Finns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert