Grindhvalavaða í höfninni í Rifi

Tugir hvala eru í höfninni en fleiri hundruð eru í …
Tugir hvala eru í höfninni en fleiri hundruð eru í fjörunni í Rifi mbl.is/Alfons Finnsson

Hópur grindhvala kom nú síðdegis inn í höfnina í Rifi á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá íbúum á Rifi eru um 50 til 70 hvalir í vöðunni. Ekki er algengt að grindhvalir komi inn í hafnir á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá fréttaritara mbl.is eru fjölmargir hvalir dauðir í fjörunni í bænum og fólk farið að skera hvalinn. Eins er fólk að reyna að koma hvölunum út en það gengur illa enda snarvitlaust veður á norðanverðu Snæfellsnesi.

Fréttaritari mbl.is Alfons Finnsson tók þetta myndskeið af hvölunum í Rifi í kvöld.

Að sögn Páls Stefánssonar, hafnarvarðar í Rifi er hann ekki á staðnum en var frétti af vöðunni frá fólki sem var á staðnum. Mjög slæmt veður er á þessum slóðum og óvíst hvort hægt verði að reka hvalina út á haf. Páll segir að auðvelt sé fyrir hvalina að komast út úr höfninni en meiri hætta sé á að þeir komi á land í sandfjörunni þar skammt frá. Samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum sem mbl.is hefur rætt við eru um tuttugu ár síðan svo margir hvalir syntu upp í fjöruna í Rifi og enginn sem rætt hefur verið við kannast við að hvalavöður hafi komið inn í höfnina áður.

Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hvalir komi að landi á Rifi og á Snæfellsnesi en það sé afar sjaldgæft að þeir komi inn í höfnina.

Í fyrra þegar grindhvalavaða kom að landi á Reykjanesi sagði Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, að ekki sé óalgengt að grindhvalir sjáist í stórum vöðum uppi við land. Þetta sé sú tegund úthafshvala sem lendi oftast í því að synda á land í stórum hópum.

Frá höfninni í Rifi eins og sést eru fjölmargir hvalir …
Frá höfninni í Rifi eins og sést eru fjölmargir hvalir inni í höfninni. mbl.is/Alfons Finnsson
Frá höfninni í Rifi um sexleytið í dag.
Frá höfninni í Rifi um sexleytið í dag. Mynd: Ægir Þór Þórsson
Heimamenn skera dauðan hval í fjörunni í Rifi
Heimamenn skera dauðan hval í fjörunni í Rifi mbl.is/Alfons Finnsson
Grindhvalir í höfninni í Rifi
Grindhvalir í höfninni í Rifi mbl.is/Alfons Finnsson
Grindhvalavaðan í höfninni í Rifi
Grindhvalavaðan í höfninni í Rifi mbl.is/Alfons Finnsson
Grindhvalir í höfninni í Rifi
Grindhvalir í höfninni í Rifi mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert