Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eistlandi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schengen-svæðisins.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirmaður lögfræðisviðs lögreglustjórans á Suðurnesjum, sótti í vor ráðstefnu um mansal í Eistlandi og skoðaði m.a. landamærastöð við Narva.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hún að eistnesk stjórnvöld séu meðvituð um vandann, en það hafi komið henni á óvart hversu lítil fyrirstaða sé á landamærunum.