Lykilatriði að örva fjárfestingu

Íbúðafjárfesting jókst um 1% á fyrri helmingi yfirstandandi árs frá …
Íbúðafjárfesting jókst um 1% á fyrri helmingi yfirstandandi árs frá sama tíma í fyrra. mbl.is/RAX

„Við náum aldrei viðvarandi hagvexti á Íslandi þegar fjárfestingin er svona veik. Það er algert lykilatriði að örva hana.“

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Hagstofa Íslands birti tölur í gær þar sem fram kemur að fjárfesting dróst saman um 13% á fyrstu sex mánuðum ársins. Samdráttinn miðað við sama tíma í fyrra megi þó að miklu leyti rekja til mikils innflutnings á skipum og flugvélum sem þá átti sér stað. Ef horft er framhjá fjárfestingu í skipum og flugvélum, jókst fjárfesting hér á landi um 4,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert