„Miklu meiri athygli en ég reiknaði með“

Þetta er þyrlan sem Skarphéðinn notar við að taka myndirnar.
Þetta er þyrlan sem Skarphéðinn notar við að taka myndirnar.

Myndskeið sem Skarphéðinn Snorrason tók af landslagi á Íslandi með lítilli þyrlu hafa vakið mikla athygli á netinu. Myndskeiðið hefur m.a. verið birt á Yahoo og hafa margir lýst hrinfingu sinni af myndefninu.

„Ég tók myndirnar með lítilli þyrlu með fjórum spöðum, en á henni er myndavél. Ég get flogið eftir myndavélinni með sérstökum gleraugum sem ég horfi í gegnum og sé hvað myndavélin er að sjá. Það er því eins og ég sé um borð í vélinni,“ sagði Skarphéðinn í samtali við mbl.is.

Skarphéðinn sagði að þessi tækni gerði manni kleift að sjá landslagið frá sjónarhóli sem fæstir venjulegir ferðamenn ættu kost á að sjá.

Skarphéðinn keypti vélina í júlí, en hann hefur áður tekið myndir af landslagi úr venjulegum flugvélum.

„Þessar myndir hafa fengið miklu meiri athygli en ég reiknaði með,“ sagði Skarphéðinn, sem er 19 ára gamall.

Hér má skoða fréttina á Yahoo og viðbrögð áhorfenda við henni.

Skarphéðinn Snorrason
Skarphéðinn Snorrason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert