Styður flugvöll í Vatnsmýrinni

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni.
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni. mbl.is/Golli

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við undirskriftarsöfnun til stuðnings flugvelli í Vatnsmýrinni.

„Með flutningi Reykjavíkurflugvallar, til að mynda til Keflavíkur, mun ferðatími verða svo langur og ferðakostnaður það mikill að óásættanlegt væri að sækja opinbera þjónustu með sama hætti og nú er gert til Reykjavíkur.  Ennfremur yrði með slíkri aðgerð tekin of mikil áhætta með sjúkraflug til höfuðborgar.

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps fagnar framtaki félagsins „Hjartað í Vatnsmýrinni“, sem stendur fyrir undirskriftarsöfnun fyrir óbreyttum flugsamgöngum til höfuðborgar allra landsmanna, á slóðinni www.lending.is. og mælist til þess að sem flestir skrifi undir stuðningsyfirlýsinguna.

Hreppsnefnd hvetur landsmenn alla til þess huga að mikilvægi þess að flugsamgöngur til höfuðborgarinnar verði ekki skertar með þeim hætti sem hugmyndir eru uppi um.

Auk þess er mælst til þess að Ríkisvaldið, Reykjavíkurborg og landsbyggðin öll standi sameiginlega vörð um það að flugsamgöngur til höfuðborgarinnar verði síst verri hér eftir sem hingað til,“ segir í ályktun hreppnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert