Tugir hvala drápust í Rifi

Hvalskurður í fjörunni í Rifi á Snæfellsnesi í gærkvöldi
Hvalskurður í fjörunni í Rifi á Snæfellsnesi í gærkvöldi mbl.is/Alfons Finnsson

Talið er að tugir grindhvala hafi drepist í fjörunni í Rifi á Snæfellsnesi í gærkvöldi en mikill fjöldi hvala synti á land við höfnina um sexleytið í gærkvöldi. Tugir grindhvala syntu einnig inn í höfnina en ekki er vitað hvað olli því að hvalirnir komu að landi í Rifi.

Heimamenn skáru stóran hluta af þeim hvölum sem drápust í gærkvöldi þrátt fyrir að veðrið hefði verið snarvitlaust á þessum slóðum.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir hvalirnir voru enda erfitt að athafna sig í veðurofsanum sem reið yfir landið vestanvert í gærkvöldi.

Grindhvalir hafa áður synt á land í Rifi en menn rekur ekki minni til að þeir hafi komið í jafn stórum hópum og í gærkvöldi inn í sjálfa höfnina.

Meðfylgjandi myndskeið er frá fréttaritara mbl.is, Alfonsi Finnssyni, en hann fylgdist með hvölunum í gærkvöldi og hvalskurði heimamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert