Alvarlegar ásakanir Steinunnar

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

„Stein­unn Val­dís kem­ur hér fram með mjög al­var­leg­ar ásak­an­ir sem eng­inn fót­ur er fyr­ir,“ seg­ir Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, en Stein­unn sagði fyrr í kvöld að Birgitta hefði hvatt fólk til að fara að heim­ili henn­ar vorið 2010 og krefjast af­sagn­ar.

Birgitta svar­ar Stein­unni á sam­fé­lagsvefn­um Face­book. „[É]g hef aldrei hvatt fólk til að fara heim til fólks til að mót­mæla, né tekið þátt í slík­um mót­mæl­um. Ég hvatti hana ásamt fleir­um sem nefnd­ir eru sér­stak­lega í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar alþing­is í tengsl­um við mjög háa styrki frá bönk­un­um í próf­kjör­um aft­ur á móti til að segja af sér og myndi gera það aft­ur,“ seg­ir Birgitta.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í kvöld sagði Stein­unn Val­dís á sama vett­vangi, að hafi hvatt fólk til að fara að heim­ili henn­ar vorið 2010 og krefjast af­sagn­ar. Hún seg­ist hafa spurt þing­flokk Hreyf­ing­ar­inn­ar út í málið og fengið svarið: „Segðu bara af þér.“

Stein­unn Val­dís nafn­grein­ir raun­ar fleiri sem hún sagði að baki aðför á heim­ili sitt. „For­stjóri Matís, Sveinn Mar­geirs­son og bræður hans Hlaupagarp­ar voru fyr­ir fram­an glugg­ana hjá mér í þrjár vik­ur. Þar var einnig Björn Þorri Vikt­ors­son lögmaður kvöld eft­ir kvöld vel klædd­ur í kraft­galla með marga af sín­um skjól­stæðing­um. Til viðbót­ar voru marg­ir skjól­stæðing­ar Útvarps Sögu o.fl.,“ seg­ir Stein­unn Val­dís.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka