Ekki búið að ráða Ólínu

Ólína Þorvarðardóttir,
Ólína Þorvarðardóttir,

Markaðs- og kynningarstjóri Háskólans á Akureyri segir í samtali við Bæjarins besta að ekki sé búið að ganga frá ráðningu sviðstjóra félagsvísindasviðs skólans. Ólína Þorvarðardóttir fékk flest atvæði fræðasviðs í ágúst.

„Það er ekki búið að ráða. Það voru svolítið misvísandi fréttir í fjölmiðlum í lok ágúst. Á einum stað stóð að það væri búið að ráða Ólínu sem var misskilningur. Þarna var sem sagt fræðasvið félagsvísindasviðsins að veita álit sitt á umsækjendum og gerðu það með þessari kosningu. Rektor á síðan eftir að fá álit háskólaráðs sem kemur saman til fundar á fimmtudag. Fljótlega eftir það tekur hann ákvörðun um ráðningu,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Háskólans á Akureyri.

Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur á Ísafirði og fyrrverandi alþingismaður er á meðal umsækjenda um stöðuna en hún sagðist vongóð um að fá stöðuna í samtali við BB í lok ágúst. Þá hafði hún fengið flest atkvæði fræðasviðs þegar kosið var á milli hennar og Rögnvaldar Ingþórssonar heimspekings. Fengu þau tvö flest og jafn mörg atkvæði í fyrri umferð kosninganna og aðeins eitt atkvæði skildi á milli þeirra í seinni umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert