Lækka frekar skatta en bæta heilbrigðiskerfið

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar spyr að því í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag hvort rík­is­stjórn­in sé að reyna að kom­ast hjá því að bæta heil­brigðis­kerfið því það kosti mikla pen­inga.

„Mér virðist eins og hún sé að reyna að kom­ast hjá því vegna þess að það kost­ar mikla pen­inga og henni er greini­lega mik­il­væg­ara að lækka skatta á mönn­um eins og mér en að hlúa vel að sjúk­um og særðum,“ skrif­ar Kári í grein­inni.

Vaðlaheiðargöng kosta svipað og end­ur­tækja­væðing Land­spít­al­ans

Þar fer hann yfir for­gangs­röðun fyrri rík­is­stjórn­ar sem hafi meðal ann­ars lokið við Hörp­una, Hof, hús í Vatna­jök­ulsþjóðgarði og Heiðmörk. Stóð fyr­ir því að byrjað var að bora í gegn­um Vaðlaheiðina sem eiga að stytta leiðina milli Ak­ur­eyr­ar og Húsa­vík­ur um 14 mín­út­ur. Kostnaður­inn við göng­in myndi nægja til þess að end­ur­tækj­um­væða Land­spít­al­ann og reisa hann til fyrri vegs.

Auk þess sem fyrri rík­is­stjórn byrjaði að reisa hús yfir stofn­un nor­rænna fræða við Há­skóla Íslands. Veitti þrjá og hálf­an millj­arð til þess að hlúa að upp­bygg­ingu á kís­il­verk­smiðju á Bakka sem á litla mögu­leika á því að standa und­ir sér.

Hvenær drep­ur maður (rík­is­stjórn) mann?

„Af­leiðing­in af þessu er sú að nú sitj­um við uppi með heil­brigðis­kerfi sem get­ur ekki sinnt hlut­verki sínu og ég held því fram að fólk sé farið að deyja fyrr en ella út af því einu sam­an. Ef sú kenn­ing mín reyn­ist rétt, þá hafa ákv­arðanir um niður­skurð í heil­brigðis­kerf­inu og að veita frek­ar fé til þess að reisa og reka Hörp­ur og Hof og bora í gegn­um fjöll valdið dauða fólks. Það vek­ur ekki spurn­ing­una um það hvenær maður drepi mann held­ur hvenær rík­is­stjórn drepi mann og síðan hvernig maður kalli rík­is­stjórn til ábyrgðar fyr­ir að drepa mann,“ skrif­ar Kári en grein hans má lesa í heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka