Lækka frekar skatta en bæta heilbrigðiskerfið

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar spyr að því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag hvort ríkisstjórnin sé að reyna að komast hjá því að bæta heilbrigðiskerfið því það kosti mikla peninga.

„Mér virðist eins og hún sé að reyna að komast hjá því vegna þess að það kostar mikla peninga og henni er greinilega mikilvægara að lækka skatta á mönnum eins og mér en að hlúa vel að sjúkum og særðum,“ skrifar Kári í greininni.

Vaðlaheiðargöng kosta svipað og endurtækjavæðing Landspítalans

Þar fer hann yfir forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar sem hafi meðal annars lokið við Hörpuna, Hof, hús í Vatnajökulsþjóðgarði og Heiðmörk. Stóð fyrir því að byrjað var að bora í gegnum Vaðlaheiðina sem eiga að stytta leiðina milli Akureyrar og Húsavíkur um 14 mínútur. Kostnaðurinn við göngin myndi nægja til þess að endurtækjumvæða Landspítalann og reisa hann til fyrri vegs.

Auk þess sem fyrri ríkisstjórn byrjaði að reisa hús yfir stofnun norrænna fræða við Háskóla Íslands. Veitti þrjá og hálfan milljarð til þess að hlúa að uppbyggingu á kísilverksmiðju á Bakka sem á litla möguleika á því að standa undir sér.

Hvenær drepur maður (ríkisstjórn) mann?

„Afleiðingin af þessu er sú að nú sitjum við uppi með heilbrigðiskerfi sem getur ekki sinnt hlutverki sínu og ég held því fram að fólk sé farið að deyja fyrr en ella út af því einu saman. Ef sú kenning mín reynist rétt, þá hafa ákvarðanir um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og að veita frekar fé til þess að reisa og reka Hörpur og Hof og bora í gegnum fjöll valdið dauða fólks. Það vekur ekki spurninguna um það hvenær maður drepi mann heldur hvenær ríkisstjórn drepi mann og síðan hvernig maður kalli ríkisstjórn til ábyrgðar fyrir að drepa mann,“ skrifar Kári en grein hans má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert