Segir Birgittu að baki aðför

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafi hvatt fólk til að fara að heimili hennar vorið 2010 og krefjast afsagnar. Hún segist hafa spurt þingflokk Hreyfingarinnar út í málið og fengið svarið: „Segðu bara af þér.“

Ástæða þess að Steinunn Valdís rifjar þetta upp er frétt mbl.is af ræðu Birgittu á Alþingi í dag. Í henni sagði Birgitta meðal annars: „Látum þetta kjörtímabil ekki einkennast af sundrungu.“ Steinunn Valdís tekur málið upp á samfélagsvefnum Facebook og segir: „Svarið sem mér dettur í hug nú er friður og fyrirgefning. En mér sýnist það ekki í boði!“

Í kjölfarið fara af stað nokkrar umræður um afsögn Steinunnar Valdísar og ástæður þess að hópur fólks fór ítrekað að heimili hennar í apríl 2010. „Forstjóri Matís, Sveinn Margeirsson og bræður hans Hlaupagarpar voru fyrir framan gluggana hjá mér í þrjár vikur. Þar var einnig Björn Þorri Viktorsson lögmaður kvöld eftir kvöld vel klæddur í kraftgalla með marga af sínum skjólstæðingum. Til viðbótar voru margir skjólstæðingar Útvarps Sögu o.fl.,“ segir Steinunn Valdís.

Frétt mbl.is Segir ásakanir á hendur sér rangar

Frétt mbl.is: Steinunn Valdís segir af sér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert