Skuldavandi í rénun

Eiginfjárstaða heimilanna er að breytast hratt.
Eiginfjárstaða heimilanna er að breytast hratt. mbl.is/Ómar

Nýjar tölur Hagstofu Íslands undirstrika að umfang skuldavanda heimila eftir efnahagshrunið fer minnkandi. Með sama áframhaldi verður staðan eftir nokkur ár svipuð og hún var undir lok síðustu aldar, þegar um 10.000 heimili áttu í vanda vegna íbúðaskulda.

Þetta er mat Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, sérfræðings hjá Seðlabankanum, en hann hefur rannsakað skuldaþróunina á síðustu árum. Hefur heimilum með neikvætt eigin fé fækkað úr 25.300 í lok árs 2010 í 17.800 í lok árs 2012.

„Það verður að gera greinarmun á greiðsluvanda og skuldavanda. Staðan er alvarlegust þegar hvort tveggja fer saman. Þegar það dregur svona ört úr skuldavanda heimila þá minnkar sá hópur sem er líklegur til að vera samtímis í greiðslu- og skuldavanda,“ segir Þorvarður Tjörvi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

og bendir á að staðan hafi m.a. batnað hjá þeim tíunda hluta skuldsettra heimila sem eru að baki 40% íbúðaskulda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka