Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson lagði fram kæru á hendur Samtökunum 78 í gær vegna
klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á á Gay Pride 2013.
Þetta kemur fram á Facebook síðu söngvarans. „Ég benti líka á að mér hefði borist til eyrna að þar hefðu líka verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð og og gervi typpi og fleiri klámhlutir. Ég sýndi þar myndir teknar frá skemmtipallinum þar sem fjölda ungra barna mátti sjá ásamt fullorðnum. Eins las ég upp skrif þess sem hafði farið með börnin sín í burt frá ósómanum. Ég var með tölvupósta frá fleira fólki sem sagðist ekki fara með börnin sín aftur á Gay Pride,“ skrifar Gylfi á Facebooksíðu sína.
Samkvæmt frásögn Gylfa af heimsókn sinni á lögreglustöðina var honum tjáð að þetta dygði ekki til og að hann yrði að afla frekari sönnunargagna. Fékk hann vikufrest til gagnaöflunar. Ekki hafi einu sinni dugað til að hann hafi sýnt lögreglunni mynd af karlmanni í leðurbuxum opnum að framan svo sást í brókina með typpið falið á bak við. Það hafi ekki þótt nægjanlega klúrt að sögn söngvarans.