Hafa verið að glöggva sig á stöðunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra og fjármála- og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra boða til blaðamannafunda. Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra hefðu að und­an­förnu verið að glöggva sig á stöðu gjald­eyr­is­hafta út frá fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­um. Hann sagði til standa að halda áfram þver­póli­tísku sam­ráði um málið.

Gjald­eyr­is­höft­in voru til umræðu í fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hóf umræðuna og spurði Bjarna hvort til stæði að halda áfram þver­póli­tísku sam­ráði sem var við lýði á síðasta kjör­tíma­bili þegar kom að vinnu að áætl­un um af­nám gjald­eyr­is­hafta.

Bjarni sagði sam­ráðið á síðasta kjör­tíma­bili hafa skipt gríðarlegu máli og það væri einn lyk­ilþátt­ur þess að áfram yrði unnið í góðri sátt að af­námi haft­anna. Það gæti hins veg­ar ekki verið ör­ugg trygg­ing um að menn væru sam­mála um þær leiðir sem valda yrðu til að tak­ast á við vand­ann. Skipt­ar skoðanir eru á því enda vand­inn margþætt­ur. Hann hefði skiln­ing á því að Árni Páll teldi of langt hafa liðið á milli funda í sam­ráðshópn­um en sá tími yrði hratt unn­inn upp.

Árni Páll sagði það skipta máli að all­ir reru í sömu átt í þessu máli enda þjóðin í helgreip­um gjald­eyr­is­hafta og málið því mik­il­vægt hags­muna­mál henn­ar. 

Bjarni sagði þá að áætl­un um af­nám hafta yrði ekki unn­in í sam­ráðshópn­um. Hann væri fyrst og fremst vett­vang­ur til að skipt­ast á upp­lýs­ing­um, op­in­bera áætl­un­ina og fá á hana gagn­rýni eft­ir því sem ástæða væri til. Þar skyldi trúnaður ríkja og það sem þar kæmi fram færi ekki í op­in­bera umræðu.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar
Árni Páll Árna­son formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert