Lundinn hvarf þegar makríllinn gekk inn fjörðinn

mbl.is/Eggert

Þeir sem þekkja til lundaveiða í Steingrímsfirði telja sig sjá samhengi á milli göngu makríls í fjörðinn og þess að lundi hafi horfið fyrr þaðan en oftast áður.

„Mér finnst fuglinn hegða sér öðruvísi þegar makríllinn kemur. Það er erfiðara að háfa hann og það eru færri fuglar á flugi. Svo fór hann óvenjusnemma í ár,“ segir Ægir Ingólfsson lundaveiðimaður í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur Ragnar Guðmundsson, skipstjóri á Drangsnesi, segir lundann hafa horfið í kringum 27. júlí í ár en áður hafi menn verið að háfa hann þar til í kringum 20. ágúst. Tíu dögum áður var makríll búinn að ganga inn fjörðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert