Vilja brú yfir Norðlingafljót

Á Arnarvatnsheiði.
Á Arnarvatnsheiði. Ljósmynd/Árni Snær Kristjánsson

Borgfirðingar og Húnvetningar ætla að skora á Vegagerðina að gera brú yfir Norðlingafljót. Brúin á að greiða ferðamönnum leið upp á Arnarvatnsheiði að sunnan.

Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Húnaþings vestra héldu sameiginlegan fund um ýmis mál sem tengjast Arnarvatnsheiði 20. ágúst sl. Fundurinn var haldinn í veiðihúsinu Álftárkróki á Arnarvatnsheiði.

„Sveitarstjórnarmennirnir voru sammála um að það yrði sett brú á Norðlingafljót,“ sagði Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Nú er þokkalegur vegur að norðanverðu upp á heiðina en vegurinn að sunnanverðu er síðri og Norðlingafljótið farartálmi á þeirri leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert