ESB undrast ekki ákvörðun Gunnars

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Skjáskot/EbS Channel

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undrast ekki þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að leysa samninganefnd Íslands vegna viðræðna um inngöngu landsins í sambandið frá störfum. Framkvæmdastjórnin hefur sjálf ákveðið að leggja niður sérstaka Íslandsdeild á vegum stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem sett var á laggirnar á sínum tíma vegna umsóknar Íslands og fengið starfsmönnum hennar önnur verkefni.

Þetta kemur fram í svar sem fréttavefurinn Eyjan.is fékk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem leitað var eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, að leysa formlega upp samninganefnd Íslands. „Þetta kemur framkvæmdastjórninni ekki á óvart, enda hefur ríkisstjórn Íslands ítrekað undirstrikað að hún ætli ekki að halda aðildarviðræðum áfram,“ segir í svari frá framkvæmdastjórninni.

Hins vegar undirskrikar framkvæmdastjórnin að hún sé eftir sem áður reiðubúin að hefja viðræður á ný án fyrirvara ef íslensk stjórnvöld óska þess. Sérfræðiþekking sem aflað hafi verið í tengslum við viðræðurnar til þessa glatist ekki þó starfsmenn séu settir í önnur verkefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert