Nektarmyndahópar á facebook

AFP

Viðmæl­andi mbl.is, sem ekki vildi koma fram und­ir nafni, seg­ir að á sam­skipta­vefn­um face­book séu að minnsta kosti tveir lokaðir hóp­ar þar sem ung­ir karl­menn deili nekt­ar­mynd­um af stúlk­um sem þeir fá send­ar, meðal ann­ars gegn­um smá­for­ritið Snapchat.

Ein­hverj­ar stúlkn­anna kunna að vera það ung­ar að varsla efn­is­ins gæti tal­ist varsla barnakláms. Umræðan kviknaði eft­ir að Tíma­ritið Monitor vakti at­hygli á mál­inu í blaði sínu í dag.

Hóp­ana seg­ir viðmæl­and­inn, sem er kven­kyns, rekja ræt­ur sín­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur og Garðabæ­inn, og að flest­ir í hóp­un­um séu viðloðandi fót­bolta.

„Ég heyrði um svona hópa í fyrra. Þá hitti ég vini mína úr Garðabæn­um og þá voru þeir eitt­hvað að tala um að hinn og þessi væri í þess­um hópi í Garðabæn­um. Ég spurði besta vin minn „Hvað er þetta sem þeir eru að tala um“ og hann sagði að þetta væri ein­hver síða þar sem strák­ar væru að setja inn mynd­ir, og ég var bara „Guð minn al­mátt­ug­ur,“ og spurði hann hvort hann væri á þess­ari síðu, en hann sagðist halda sig frá þessu.“

Fót­boltastrák­ar í meiri­hluta

Hún seg­ist vita af sam­bæri­legri síðu í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. „Þetta eru aðallega fót­boltastrák­ar sem eru í þessu og ég ein­mitt sá ein­hvern tíma þegar vin­ur minn var í tölv­unni minni inni á svona síðu. Þetta er eitt­hvað svo öm­ur­legt. Strák­arn­ir skrifa yfir mynd­irn­ar „þessi er '97 mód­el úr Hafnar­f­irðinum“ eða „tók þessa með mér heim af balli“ eða „tók þessa með mér heim úr bæn­um síðustu helgi“ og hinir komm­enta „flott­ur,“ „nett­ur“ eða eitt­hvað þannig.“

„Ég velti fyr­ir mér hvort strák­arn­ir spyrja stelp­urn­ar „Hey, má ég ekki taka mynd af þér“ og hvort þær segi bara, já gjörðu svo vel.“

Hún seg­ist hafa heyrt um það í grunn­skóla, í tengsl­um við „MSN-menn­ing­una“ fyr­ir ein­hverj­um árum voru stelp­ur að senda „flass-mynd­ir“, þar sem þær sýndu á sér brjóst­in. „Svo hef­ur maður heyrt um pör þar sem ann­ar er kannski að vinna úti á landi ein­hvern tíma, þá senda þau kannski nekt­ar- eða nærfata­mynd­ir af sér til hins. Ef sam­bandið end­ar svo illa, þá finnst fólki kannski allt í lagi að senda þetta til vina sinna.“

„Sérð kannski mynd af litlu frænku þinni“

Hún seg­ir að ef þú send­ir svona mynd gegn­um netið, þá sé viðtak­and­inn aldrei að fara að eyða henni. „Svo safn­ast þetta bara upp. Sum­ir eru kannski í mörg­um svona hóp­um og dreifa þeim mynd­um sem þeir hafa á marga svona hópa, það ætti ekki að vera neitt mál.“

Held­urðu að þess­ar stelp­ur viti af þessu?

„Ég held ekki, það er ekki nógu mik­il vitn­eskja um þetta. Ég var að tala um þetta við nokkr­ar stelp­ur fyr­ir svona ári síðan, þá voru þær mjög hissa, og kannski eru ein­hverj­ar þeirra á svona síðum. Ein vin­kona mín talaði til dæm­is um að hún hefði sent svona mynd af sér þegar hún var í 8. bekk í grunn­skóla,“ en nem­end­ur í 8. bekk eru í kring­um 14 ára gaml­ir. „Kannski er sá sem hún sendi þessa mynd á svona síðu að skrolla í gegn­um tölv­una sína og set­ur inn á svona síðu.“

„Það er svo auðvelt að senda mynd sem þú send­ir ein­hverj­um að senda áfram til 100 manns, sem geta svo vistað hana hjá sér. Þetta er lítið sam­fé­lag hérna, það er ör­ugg­lega mjög lík­legt að ef þú ert í 30 manna hópi að þú sjá­ir kannski mynd af litlu frænku þinni.“

Hún seg­ir að vini sín­um hafi verið bætt inn í svona hóp, sem hann sagði sig um­svifa­laust úr. „Strák­arn­ir sögðu við hann „ertu ekki að grín­ast maður, þetta er bara næs“. Það er eng­inn að fara að segja við þessa stráka „þetta er grafal­var­legt, ekki vera að þessu,“ það væru kannski frek­ar step­urn­ar sem segðu það við þessa stráka. Þetta er bara það sem er að ger­ast.“

Þú tal­ar um tvo hópa, held­urðu að þeir séu fleiri?

„Jájájá, það held ég. Það hlýt­ur að vera,“ seg­ir hún, og ger­ir því í skóna að þetta sé fram­hald á klefa­menn­ingu fót­bolta­fé­laga, og ein­skorðist ólík­lega við til­tekna borg­ar­hluta. „Af hverju ætti þetta ekki að vera í öðrum fót­bolta­hóp­um?“

Senda mynd­ir af sér og biðja um mynd­ir til baka

Er þetta bundið við fót­boltastráka?

„Maður hef­ur heyrt um þessa klefa­menn­ingu og það er alltaf verið að slúðra í klef­an­um, strák­ar sem eru mjög mikið sam­an. Þetta væri ekki eitt­hvað sem myndi spretta upp í ein­hverj­um bekk í fram­halds­skóla, eða það held ég ekki. Íþróttastrák­ar kannski, sem hitt­ast á hverj­um degi inni í svona af­mörkuðu rými.“

Held­urðu að stelp­ur haldi þessu áfram eft­ir svona umræðu?

„Ég hugsa að stelp­ur hugsi sig um þegar þetta verður svona opn­ara í umræðunni áður en þær senda mynd. Þegar all­ir voru að byrja á MSN á sín­um tíma vissi fólk ör­ugg­lega ekki einu sinni að það væri hægt að vista þær mynd­ir. Það koma fram svo marg­ar tækninýj­ung­ar og meiri vit­und­ar­vakn­ing í þeim bransa. Eins og með Snapchat þá heyrði ég að strák­ar væru að senda mynd­ir af sér og senda mynd­ir til baka. Ég hef ekki orðið vitni að því sjálf. Núna er samt komið app í iP­ho­ne sem ger­ir þér kleift að sjá all­ar mynd­ir sem þú færð. Ef eitt­hvað fer í gegn­um netið, þá er það alltaf vistað ein­hversstaðar. Þegar fólk veit af þessu fer það von­andi að passa sig.“

„Þetta eru líka oft miklu eldri srák­ar og stelp­ur al­veg niður í kannski 15 ára gaml­ar. Þá er nátt­úr­lega eitt­hvað smá að hjá eldri aðilan­um.“

„Sjáið þessa koma út úr sturt­unni“

Merki Snapchat
Merki Snapchat
Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert