Egill svarar „ósannindum“

Egill Einarsson og Gutti.
Egill Einarsson og Gutti. mbl.is

„Eftir viðtalið við Guðnýju Rós í Nýju lífi núna um daginn er eina leiðin sem ég sé í stöðunni sú að svara ósannindum með sannleikanum. Leggja gögnin á borðið, þau sem til eru,“ segir rithöfundurinn Egill Einarsson sem kærur var fyrir nauðgun fyrir tveimur árum. Hann rekur sína hlið málsins í nýjum pistli. 

Eins og margoft hefur komið fram kærði Guðný Rós Egil og Guðríði Jónsdóttur, unnustu hans, fyrir nauðgun fyrir tveimur árum. Því máli lauk hjá ákæruvaldinu með frávísun.

„Ég hélt mig lengi til hlés í von um að öldurnar lægði þegar lögreglurannsókn leiddi í ljós sakleysi mitt og unnustu minnar en þrátt fyrir að öll gögn málsins styðji frásögn okkar Guðríðar linnti ekki ásökunum allskonar fólks sem veit ekkert um málið nema úr fjölmiðlum. Ég hef fundið mig tilneyddan að leita til dómstóla vegna ærumeiðinga en jafnvel þótt ég vinni þau mál þá bætir það ekki þann mannorðsskaða sem ég hef orðið fyrir,“ segir Egill í pistlinum sem birtist á Pressunni.

Hann birtir þar bæði málsgögn úr rannsókn lögreglu og lýsir sinni útgáfu af því sem gerðist hið umrætt kvöld. „Eftir viðtalið við Guðnýju Rós í Nýju lífi núna um daginn er eina leiðin sem ég sé í stöðunni sú að svara ósannindum með sannleikanum. Leggja gögnin á borðið, þau sem til eru. Sannleikurinn er sá að það er rétt að atburðir þessa kvölds hófust með því að Guðríður og Guðný Rós voru að spjalla saman á skemmtistaðnum Austur. Nánast allt sem Guðný Rós greinir frá eftir það er ýkt, afbakað eða beinlínis rangt og það sem meira er, Þóra Tómasdóttir veit það því hún hefur séð málsgögnin.“

Hann segir að í mörgum atriðum standi aðeins orð gegn orði um það sem gerðist þessa nótt. „Þó er ljóst að vitnisburður Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur stangast á við nánast öll gögn sem til eru um málið. Myndir staðfesta að hún fer með rangt mál um það sem gerðist á Austur. Vitnisburður leigubílstjóra hjá lögreglu staðfestir okkar sögu um það sem gerðist í leigubílnum. Læknaskýrslur staðfesta enga áverka sem benda til ofbeldis af nokkru tagi. Gögn frá símafyrirtækjum staðfesta að SMS og símtöl sem hún segir frá áttu sér ekki stað.“

Þá segir hann að lögregla hafi brugðist því hann hafi kært Guðnýju Rós og vinkonur hennar fyrir rangar sakargiftir. Því máli var vísað frá. „Það er undarleg aðstaða þegar maður telur sig búa í réttarríki en eina leiðin sem ég sé til þess að hreinsa mannorð mitt er sú að leggja gögn málsins í dóm almennings.“

Pistill Egils Einarsson

Frétt mbl.is: Glímir við áfallastreituröskun

Frétt mbl.is: Stelpan sem kærði Gillz segir sögu sína

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka