Lágu á dyrabjöllunni í ástaratlotum

Lögregla höfuðborgarsvæðisins rifjar á samfélagsvefnum Facebook upp atvik sem skráð var í dagbók nýverið. Maður óskaði eftir aðstoð að nóttu til vegna þess að dyrabjöllu á heimili hans hafi verið hringt stanslaust í um hálftíma og hann vildi losna við áreitið.

„Allt átti þetta sér eðlilegar skýringar, en þegar lögregla kom á vettvang var þar par sem hafði áð undir skyggni við umrætt hús og átt þar dulítinn ástarfund. Þannig stóð á að í mestu atlotunum höfðu þau legið utan í dyrabjöllunni með fyrrgreindum afleiðingum. Parið fór á brott að viðtali loknu en frekari rannsókn fór ekki fram á atvikinu,“ segir lögregla höfuðborgarsvæðisins á Facebook-síðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert