Lýsa furðu á vinnubrögðum utanríkisráðherra

mbl.is

Sam­tök­in Já Ísland lýsa furðu á vinnu­brögðum ut­an­rík­is­ráðherra þegar hann ákvað að leysa upp samn­inga­nefnd­ina við Evr­ópu­sam­bandið. „Hann van­v­irðir bæði vilja Alþing­is og gef­in fyr­ir­heit um að þjóðin ákveði fram­haldið,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Ráðuneyt­is­stjóri ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sendi í vik­unni öll­um sem sæti eiga í samn­inga­nefnd við Evr­ópu­sam­bandið bréf þar sem nefnd­in er leyst frá störf­um.

Sam­tök­in Já Ísland skora á Alþingi að grípa fram fyr­ir hend­urn­ar á ut­an­rík­is­ráðherra. 

„Sam­tök­in Já Ísland telja að ráðherr­ann lít­ilsvirði þings­álykt­un Alþing­is um aðild­ar­viðræðurn­ar frá því 2009 með því að bera ekki und­ir þingið þenn­an viðsnún­ing í þessa stóra hags­muna­máli.

All­ar kann­an­ir sýna að meiri­hluti þjóðar­inn­ar vill ljúka viðræðum og enn fleiri vilja taka ákvörðun um fram­hald aðild­ar­viðræðna í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þann þjóðar­vilja huns­ar ráðherra.

Sam­tök­in Já Ísland skora á hátt­virt Alþingi að grípa fram fyr­ir hend­urn­ar á ut­an­rík­is­ráðherra í þess­um efn­um og taka þegar í stað ákvörðun um að halda þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald aðild­ar­viðræðna. Hún verði sem fyrst.

Tím­ann fram að at­kvæðagreiðslunni á að nýta til þess að gera víðtæka út­tekt á hags­mun­um Íslands í tengsl­um við aðild eða ekki aðild að ESB. Um gerð þeirr­ar út­tekt­ar þarf að ríkja sátt og sem flest­ir hags­munaaðilar að koma að henni. Á grund­velli slíkr­ar út­tekt­ar get­ur þjóðin ákveðið fram­haldið,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert