Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna bifreiðar sem stóð í ljósum logum við Stangarhyl í Reykjavík. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að sjúkra- og dælubifreið hafi verið send á vettvang. Engan sakaði og þá eru engin mannvirki eða aðrar bifreiðar í hættu.
Tilkynning barst kl. 10:27. Ökumaður bílsins náði að forða sér þegar hann varð var við að eldur var kviknaður í bílnum. Sprengingar urðu í bílnum, líklega þegar loftpúðar bílsins sprungu.