Byrjað verður að dæla sandi úr Landeyjahöfn og af rifinu þar fyrir framan um leið og veður lægir og ölduhæð minnkar, að sögn Jóhanns Garðars Jóhannssonar, útgerðarstjóra Björgunar ehf.
Dæling á að geta hafist á morgun eða á mánudag. Eitt dæluskip verður sent í verkefnið. Jóhann sagði að taka þyrfti fremur lítið af sandi og gæti það tekið viku til tíu daga.