Um 135 ferkílómetra landsvæði hefur komið undan Brúarjökli samfara bráðnun hans síðan 1973.
Til samanburðar er land Kópavogs 80 ferkílómetrar að flatarmáli og væri því hægt að koma þessu öðru fjölmennasta sveitarfélagi landsins fyrir á svæðinu sem áður var hulið jökli.
Í umfjöllun um bráðnun Brúarjökuls í Morgublaðinu í dag segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við Háskóla Íslands, þetta sýna hvernig yfirborð Íslands sé stöðugt að breytast.