Nýr tónn hjá Vestfirðingum

Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Vestfjarða. Frá vinstri: Einar …
Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Vestfjarða. Frá vinstri: Einar Sveinn Ólafsson, Elías Jónatansson, Andrea Kristín Jónsdóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir, Daníel Jakobsson og Indriði Indriðason. mbl.is/Golli

Aukið sjálfstraust einkennir viðhorf fólks á Vestfjörðum. Fólki finnst að það þurfi ekki lengur að réttlæta sérstaklega búsetu sína þar. Það er ánægt með lífsgæði sín og stolt af samfélaginu.

Þetta kom fram í hringborðsumræðum um málefni Vestfjarða sem Morgunblaðið efndi til og greint er frá í Morgunblaðinu í dag.

Þessi nýi tónn að vestan vekur athygli vegna þess að umfjöllun um málefni Vestfjarða hefur á undanförnum árum gjarnan einkennst af bölmóði og neikvæðni. Nú er uppgangur í atvinnulífinu og samgöngubæturnar undanfarin ár eru farnar að skila árangri. Vonir eru bundnar við að það takist að stöðva hina miklu fólksfækkun á Vestfjörðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert